Upplýsingar um alla viðburði og starfsemi STÍS munu framvegis birtast í WORKPLACE-hópi STÍS. Við hvetjum alla starfsmenn til þess að vera virkir á WORKPLACE.

3. October

 

Best er að bóka sumarhús með því að senda póst á  netfangið stis@istak.is eða hjá móttöku í síma 530 2700.
Bókunarsíðan okkar er mjög óáræðanleg og til þess að koma í veg fyrir tvíbókanir er mikilvægt að fylgja eftir bókunum sem fara í gegnum bókunarsíðu.

STÍS rekur sumarhús ÍSTAKS í Húsafelli og leigir út til starfsmanna.

 • Vikuleiga er frá föstudegi til föstudags. Komutími er kl. 14.00 og brottfarartími er kl. 12.00 VINSAMLEGAST VIRÐIÐ KOMU- OG BROTTFARARTÍMA
 • Helgarleiga er frá föstudegi til sunnudags.
 • Félagsmenn í STÍS ganga fyrir við úthlutun.
 • Sumarleiga er frá 1. júní-31. ágúst og er auglýst sérstaklega á WORKPLACE. Sækja þarf sérstaklega um sumarleigu á þar til gerðu eyðublaði.
 • Sumarhúsin eru í Kiðárbrekku 2 og 4Verð:
  Fyrir meðlimi starfsmannafélags ÍSTAKS, Stís:
  Vetur – vika 18.000 kr
  Vetur – helgi 13.000 kr
  Sumar – vika 25.000 kr

Fyrir aðra starfsmenn ÍSTAKS:
Vetur – vika 30.500 kr
Vetur – helgi 16.500 kr
Sumar – vika 32.500

 

Athugið að meðlimir í STÍS ganga fyrir við úthlutun.