Sumarhús

Starfsmannafélagið á sumarhús í Húsafelli sem leigð eru út til félagsmanna. Húsin standa stuttan spotta frá bílastæði í algeru næði frá umferð og öðrum bústöðum. Bústaðirnir eru vel búnir og geta allt að sex manns gist í þeim hverju sinni. Við bæði húsin er að finna heitan pott, útgrill, sandkassa, sólstóla og glæsilega skjólgóða verönd.

 

Í hvoru húsi er hjónarúm, tvö herbergi með koju ásamt barnarúmi. Rúmgóð snyrting með sturtuklefa er inn af forstofu. Eldhús er útbúið með öllum helstu eldhúsáhöldum. Í borðstofu er pláss fyrir 8 manns í sæti ásamt barnastól.

 

 

Bókanir: hér

ATHUGIÐ!!!!
BÓKUNARSÍÐA STÍS ER MJÖG ÓÁRÆÐANLEG
.

Einnig er hægt að bóka bústaði með því að senda póst á stis@istak.is eða hringja í móttöku 530 2700.
ATHUGIÐ að ef þið bókið í gegnum þessa bókunarsíðu er NAUÐSYNLEGT að senda einnig póst eða hringja til þess að vera viss um að bókunin hafi skilað sér.

Yfir sumartíma gilda sérstakar úthlutunarreglur og er sumarúthlutun auglýst sérstaklega á WORKPLACE.

 

Hér er hægt að skoða reglur o.fl. sem því tengist:

Unnið er að nýjum reglum fyrir úthlutanir.
Staðsetning orlofshúsa
Reglur fyrir orlofshús